Innlent

Sjálfsstæðisflokkurinn setji sér verkreglur um skilyrði frambjóðenda flokksins

Kominn er tími til þess að Sjálfstæðisflokkurinn setji sér vinnureglur um skilyrði sem frambjóðendur flokksins til Alþingiskosninga verði að uppfylla. Þetta segir væntanlegur frambjóðandi í Suðurkjördæmi vegna uppreisnar æru Árna Johnsen.

Eins og kunnugt er hlaut Árni Johnsen uppreisn æru á mánudag af hálfu handhafa forsetavalds og öðlast því kjörgengi til Alþingis. Í samtali við NFS í gær útilokaði Árni ekki þáttöku sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en tilkynnt verður á fundi kjördæmaráðs 30. september um hvort af prófkjöri verði. Aðrir sem lýst hafa yfir þátttöku í prófkjöri eru Drífa Hjartardóttir, Kristján Pálsson, Kjartan Ólafsson. Árni Mathiesen sagði í samtali við fréttastofu NFS að ótímabært væri að ræða framboðsmál við sig í Suðurkjördæmi.

Viktor Kjartansson stefnir líka á þátttöku í prófkjöri en hann hefur uppi efasemdir um þátttöku Árna Johnsens. Hann segir að fyrsta Sjálfstæðisflokksins verði að marka sér skýrari verklagsreglur um hverjir megi bjóða sig fram í prófkjör og segir mann með fortíð Árna Johnsens varla standast þær kröfur sem gera á við frambjóðendur.

Viktor telur þó ekki að málsmeðferð um uppreisn æru Árna hafa verið með óeðlilegum hætti en finnst óvissa leika um framkvæmdina alla, þegar fyrrverandi samstarfsfélagar Árna veiti honum svo sjálfir uppreisn æru seinna. Hann segir að prófkjörið í Suðurkjördæmi verði þó spennandi.

Þess má svo í lokin geta þess að Árni Johnsen undirbýr nú þátttöku í raunveruleikaþætti á Skjá einum þar sem hreyfing og mataræði hans verður tekið fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×