Innlent

Engin sérmeðferð fyrir eldri starfsmenn Varnarliðsins

Um þrjú hundruð starfsmenn Varnarliðsins eru enn án atvinnu en eftir mánuð verður herstöðinni í Keflavík lokað. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefur áhyggjur af að erfitt verði fyrir þá sem eldri eru að fá vinnu og segir að þvertekið hafi verið fyrir að aðstoða þá við að fara snemma á eftirlaun.

Tómlegt var um að litast í Keflavíkurstöðinni í dag og eins og að aka um draugabæ. Hátt í þúsund íbúðir eru í herstöðinni og eru flestar tómar.Herinn fer eftir mánuð og í dag var kvikmyndahúsinu, Andrews Theatre lokað svo og skyndibitastöðum og klúbbum. var

900 starfsmenn misstu vinnuna þegar herinn tilkynnti sína brottför í febrúar. Enn eru 300 án atvinnu og hefur Árni Sigfússon, bæjarstjóri áhyggjur af afdrifum þeirra sem eru komnir á efri ár. Hann segir að reynt hafi verið að fá það í gegn að þeir gætu farið snemma á eftirlaun en ekki hafi verið tekið undir þá beiðni.

Herinn áætlar að vera farinn af landi brott eftir mánuð eða 28. september. Fréttir herma að til séu drög að samningi við bandaríkjamenn um að íslendingar taki við öllum fasteignum og bandaríkjamenn borgi sig frá allri upphreinsunarábyrgð með fastri fjárhæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×