Innlent

Ættu að taka 3X Stál sér til fyrirmyndar

Íslendingar ættu að horfa til fyrirtækja eins og Þriggja Ex Stáls í umræðunni um byggðastefnu landsins. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson við afhendingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands á Bessastöðum í dag.

Verðlaunin hlaut fyrirtækið 3XStál frá Ísafirði en það hannar og framleiðir búnað úr ryðfríu stáli, aðallega fyrir sjávarútvegs- og matvælaiðnað. Fyrirtækið var stofnað af þremur Ísfirðingum fyrir rúmum 10 árum og hefur starfsemi þess aukist mikið á þeim tíma og hefur til að mynda starfsmannafjöldi þess tífaldast. Það var forseti Íslands sem afhenti eigendum fyrirtækisins verðlaunagripinn sem að þessu sinni var listaverkið Hjarta eftir Ólöfu Norðdal.

Ólafur Ragnar segir að með verðlaunaafhendingunni nú sé verið að senda þau skilaboð vítt og breytt um landið að hver og einn getur gert úr sjálfum sér og hugmyndum sínum - fyrirtæki sem nær sterkri stöðu á veraldarvísu. Því ættu Íslendingar að horfa til Þriggja Ex Stáls þegar byggðastefna landsins er rædd.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×