Innlent

Hundur truflar akstur

Kona á sjötugsaldri ók inn á þjóðveginn í Melasveit í Borgarfirði á öfugum vegarhelmingi og virtist ekki hafa fulla stjórn á bílnum. Snarræði ökumanna sem komu úr gagnstæðri átt bjargaði því að ekki varð árekstur. Í ljós kom að í kjöltu sinni hafði konan miðlungsstóran hund sem orsakaði að hún náði ekki að stýra farartækinu eins og lög gera ráð fyrir.

Ökumaður sem hringdi á lögreglu sagðist nokkrum sinnum hafa orðið var við svipað ökulag hjá konunni.

Þetta kom fram á skessuhorni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×