Heimsmeistarinn Sebastien Loeb hefur þægilegt 43 sekúndna forskot á Petter Solberg þegar aðeins einum keppnisdegi er ólokið í Argentínurallinu. Loeb, sem ekur á Citroen, var svo heppinn að helsti keppinautur hans Marcus Grönholm féll úr leik í dag og því má ætla að eftirleikurinn verði Frakkanum nokkuð auðveldur á morgun.
Loeb með góða forystu fyrir lokadaginn
