Hinn umdeildi Barry Bonds náði í gær sínu 715. heimahlaupi í bandaríska hafnarboltanum og komst þar með upp fyrir goðsögnina Babe Ruth í annað sæti á lista þeirra sem hafa náð flestum heimahlaupum á ferlinum. Hann vantar þó enn 40 stykki til að ná Hank Aaron sem er í efsta sætinu.
Bonds náð afrekinu á heimavelli sínum og fékk magnað lófatak frá áhorfendum í San Francisco, en þeir halda enn tryggð við þennan hataðasta íþróttamann Bandaríkjanna. Bonds hefur sjö sinnum verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar á ferlinum, en harðar ásakanir um steraneyslu hafa sett dökkan blett á feril hans að undanförnu.