Innlent

Vitundarvakning í málefnum geðfatlaðra

Vitundarvakning er að verða í málefnum geðfatlaðra. Aukin þjónustu- og búsetuúrræði er meðal þess sem koma skal í málefnum geðfatlaðra á Íslandi.

Hagsmunamál geðfatlaðra voru í brennidepli á málþingi í Laugarneskirkju í dag. Fjölmargir aðilar stóðu að málþinginu sem allir þjónusta geðfatlaða. Stefnt er að breyttum áherslur í málefnum geðfatlaðra en fram til þessa hefur hlutverkaskipting þjónustuaðila ekki alltaf verið augljós, það er, hvert geðfatlaðir og aðstandendur eiga að leita til að fá aðstoð. Þjónustuaðilar geðfatlaðra eru sammála um að geðfatlaðir séu hæfir til að meta þarfir sínar og gefa bestu upplýsingarnar um hvaða þjónustu þeir þurfi. Slíkt beri að virða og taka mark á, svo hægt sé að finna besta úrræðið fyrir hvern og einn.

Þá var greint frá því að félagsmálaráðuneytið muni verja einum milljarði af söluágóða símans og fimm hundrað milljónum úr framkvæmdarsjóði fatlaðra á næstu fimm árum, til að bæta búsetuúrræði og auka stoðþjónustu við geðfatlaða. Séra Bjarni Karlsson, segir að vitundarvakning sé að verða í þjóðfélaginu í máefnum geðfatlaðra. Hann segir að þegnum í þjóðfélaginu beri að virða geðfatlaða sem einstaklinga og virða þá sem slíka, ekki sem sjúklinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×