Innlent

Á 149 km hraða

Sautján ára gamall drengur var stöðvaður á Suðurlandsvegi rétt austan við Hvolsvöll í gærkvöld eftir að ökutæki hans var mælt á 149 km hraða. Bíllinn var fullur af farþegum. Ökumaðurinn gat litlar skýringar gefið á framferði sínu en krakkarnir voru að koma af dansleik. Hann er ekki talinn hafa verið ölvaður. Fleiri voru í nótt stöðvaðir vegna hraðaksturs á Suðurlandsvegi en enginn annar á ofsahraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×