Erlent

76 létu lífið þegar gistihús hrundi í Mekka í gær

Að minnsta kosti 76 létust og rúmlega 60 særðust þegar fjögurra hæða gistihús hrundi til grunna í Mekka í Sádí Arabíu í gær. Björgunaraðgerðum í rústum hússins var hætt í kvöld.

Margir voru á ferð nálægt gistihúsinu og urðu undir braki þegar það hrundi. Rúmlega þrjár milljónir múslima víðs vegar að úr heiminum eru komnar til Mekka vegna fimm daga Haj-trúarhátíðarinnar sem nú stendur þar yfir.

Meðal þeirra sem létust eru pílagrímar frá Alsír og Túnis. Grunur leikur á að grunnur hússins hafi verið veikburða og gefið sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×