Stjórnarformaður Glasgow Celtic segist hafa reynt að lokka sænska framherjann Henrik Larsson aftur til skoska liðsins á dögunum, en Larsson sagði þvert nei. Hann var ítrekað beðinn að framlengja dvöl sína hjá Evrópumeisturunum, en er harðákveðinn í að snúa aftur heim til Svíþjóðar og spila með gamla liðinu sínu Helsingborg.
"Ég reyndi að setja mig í samband við hann og bjóða honum að koma aftur, en þegar ég hafði náð að stynja upp þremur orðum af erindi mínu var svarið þvert nei," sagði stjórnarformaður skoska liðsins vonsvikinn.