Yao Ming hjá Houston og LeBron James hjá Cleveland hafa fengið langflest atkvæði fyrir hinn árlega stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta sem fram fer í febrúar. Það eru áhorfendur og áhugamenn um NBA út um alla veröld sem sjá um að velja byrjunarliðin í leiknum með því að senda sitt atkvæði með einföldu sms-skilaboði.
Ming hefur hlotið flest stig, eða 836.892 þúsund, en James er ekki langt undan með 808.570 þúsund stig. Næstur á lista er Kobe Bryant hjá LA Lakers með 720.375. Um er að ræða tölur eftir fyrstu umferð kosningarinnar en önnur umferð hennar á ennþá eftir að fara fram.
Miðað við úrslitin eftir fyrstu kosninguna munu byrjunarlið Austur- og Vesturdeildarinnar líta þannig út (heildaratkvæðafjöldi innan sviga)
Austrið: LeBron James, Cleveland (808,570); Chris Bosh, Toronto (304,624); Dwyane Wade, Miami (586,679); Vince Carter, New Jersey (433,363); Shaquille O'Neal, Miami) (522,815).
(Shaq á við meiðsli að stríða og fari svo að hann geti ekki spilað mun Dwight Howard, miðherji Orlando, taka sæti hans með 415,708 atkvæði).
Vestrið: Kevin Garnett, Minnesota (453,536); Tim Duncan, San Antonio (423,228); Kobe Bryant, L.A. Lakers (720,375); Tracy McGrady, Houston (668,130); Yao Ming, Houston (836,392).