Mike Gascoyne hefur verið látinn fara frá ToyotaNordicPhotos/GettyImages
Lið Toyota í Formúlu 1 rak í dag tæknistjóra sinn Mike Gascoyne úr starfi eftir að árangur hans þótti ekki viðeigandi, en eins hafa borist fréttir af stormasömu samstarfi hans við forráðamenn liðsins. Gascoyne var áður hjá liðum Jordan og Renault.