Ökuníðingar hljóta mun þyngri refsingar 3. nóvember 2006 06:15 Einar Magnús Magnússon Með breytingum á umferðarlögum hækka sektir vegna umferðarlagabrota eins og hraðaksturs og ölvunaraksturs. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur þegar skrifað undir nýjar reglugerðir en brýnt þótti að endurskoða upphæðir sekta þó ekki væri nema til að halda í við verðlagsþróun. Í reglugerðinni, sem taka mun gildi 1. desember, verður hægt að sekta fyrir hraðakstursbrot sem nema 5 km umfram hámarkshraða en nú er miðað við 10 km. Í apríl á næsta ári taka síðan í gildi lög sem gera ráð fyrir upptöku ökutækja vegna grófra og ítrekaðra brota. Í frumvarpinu er einnig lagt til að sérstaklega hart verði tekið á hraðakstursbrotum þegar ekið er á og yfir tvöföldum hámarkshraða. Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri vátrygginga- og fjármálaþjónustu hjá TM, segir fyrirhugaðar breytingar á umferðarlögum ágætis lið í því að bæta umferðarmenningu og fækka slysum. "Það er ánægjulegt að stjórnvöld skuli taka þetta skref þó það sé að sjálfsögðu hugarfarsbreyting ökumanna sem skilar mestu. Tryggingafélög hafa þurft að hækka iðngjöld bifreiða til að standa straum af þeim gríðarlega tjónafjölda í umferðinni sem fer sífellt vaxandi." Pétur segir að til skoðunar sé að hækka iðgjöld enn meira ef tjónum heldur áfram að fjölga. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segist fagna öllum skrefum sem miða að því að taka á alvarlegri áhættuhegðun í umferðinni. Einar Magnús segir ástæðu til að gera nýtt áhættumat á vegum og stofnbrautum með það í huga að hækka hugsanlega hámarkshraða. Í lagabreytingum sem taka gildi í apríl 2007 verður ökuleyfissvipting ökumanna með bráðabirgðaskírteini miðuð við fjóra punkta en í núverandi kerfi eru þeir sjö. Þetta þýðir að ökuleyfissvipting yrði í kjölfar þess að aka yfir á rauðu ljósi en slíkt athæfi mun kosta fjóra punkta. Einar segir þessa breytingu í samræmi við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Í kjölfar ökuleyfissviptingar geta ökumenn með bráðabirgðaskírteini átt von á því að þurfa að þreyta ökupróf að nýju með tilheyrandi kostnaði. Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Með breytingum á umferðarlögum hækka sektir vegna umferðarlagabrota eins og hraðaksturs og ölvunaraksturs. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur þegar skrifað undir nýjar reglugerðir en brýnt þótti að endurskoða upphæðir sekta þó ekki væri nema til að halda í við verðlagsþróun. Í reglugerðinni, sem taka mun gildi 1. desember, verður hægt að sekta fyrir hraðakstursbrot sem nema 5 km umfram hámarkshraða en nú er miðað við 10 km. Í apríl á næsta ári taka síðan í gildi lög sem gera ráð fyrir upptöku ökutækja vegna grófra og ítrekaðra brota. Í frumvarpinu er einnig lagt til að sérstaklega hart verði tekið á hraðakstursbrotum þegar ekið er á og yfir tvöföldum hámarkshraða. Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri vátrygginga- og fjármálaþjónustu hjá TM, segir fyrirhugaðar breytingar á umferðarlögum ágætis lið í því að bæta umferðarmenningu og fækka slysum. "Það er ánægjulegt að stjórnvöld skuli taka þetta skref þó það sé að sjálfsögðu hugarfarsbreyting ökumanna sem skilar mestu. Tryggingafélög hafa þurft að hækka iðngjöld bifreiða til að standa straum af þeim gríðarlega tjónafjölda í umferðinni sem fer sífellt vaxandi." Pétur segir að til skoðunar sé að hækka iðgjöld enn meira ef tjónum heldur áfram að fjölga. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segist fagna öllum skrefum sem miða að því að taka á alvarlegri áhættuhegðun í umferðinni. Einar Magnús segir ástæðu til að gera nýtt áhættumat á vegum og stofnbrautum með það í huga að hækka hugsanlega hámarkshraða. Í lagabreytingum sem taka gildi í apríl 2007 verður ökuleyfissvipting ökumanna með bráðabirgðaskírteini miðuð við fjóra punkta en í núverandi kerfi eru þeir sjö. Þetta þýðir að ökuleyfissvipting yrði í kjölfar þess að aka yfir á rauðu ljósi en slíkt athæfi mun kosta fjóra punkta. Einar segir þessa breytingu í samræmi við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Í kjölfar ökuleyfissviptingar geta ökumenn með bráðabirgðaskírteini átt von á því að þurfa að þreyta ökupróf að nýju með tilheyrandi kostnaði.
Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira