Klámvæðing er ein orsök nauðgananna 2. nóvember 2006 07:00 Ofbeldi gegn konum er gömul saga og ný í okkar samfélagi og ekkert nýtt er við ástand síðustu vikna, sagði Gísli Atlason úr karlahópi Femínistafélagsins á vel sóttum fundi nema í félagsvísindadeild Háskóla Íslands í gær. Gísli telur brýnt að bæta félagsmótun drengja. Hún sé í ólestri og að jafnvel íþróttafélög haldi klámi að ungum piltum. Klám ýti undir kvenfyrirlitningu sem birtist aftur í nauðgunum. Refsilöggjöfin er einnig slæm, sagði Gísli, og benti á að hámarksrefsing fyrir nauðg-anir er sex ár og að dæmdir nauðg-arar sitji inni í 18 mánuði að meðaltali. Auka skal hverfalöggæslu og sýnilega löggæslu um helgar í miðbæ Reykjavíkur, sagði Dagný Jónsdóttir framsóknarkona. Hún sér fyrir sér „eftirlitsmyndavélar upp og niður Laugaveginn“ sem valmöguleika til að auka þar öryggi, en Sigurjón Þórðarson í Frjálslynda flokknum hvatti meðal annars til víðtækrar og breyttrar umræðu í samfélaginu. Kolbrún Halldórsdóttir, vinstri grænum, minnti á að um langtímavanda væri að ræða, sem engar skammtímalausnir væru á. Hún ítrekaði að ábyrgðin ætti ekki að liggja hjá þolendum. Konum sé ekki nauðgað vegna þess að þær gangi einar að næturlagi eða séu í pilsi, ábyrgðin liggi ávallt hjá nauðgaranum sjálfum. Kolbrún telur greinilega tengingu milli kláms, vændis, nauðgana og mansals. Guðrún Ögmundsdóttir Samfylkingu tók næst til máls og ræddi sérstaklega áhrif klámvæðingarinnar á stráka. „Þetta snýst ekki um okkur [stelpurnar], þetta snýst um strákana,“ sagði Guðrún og telur tímabært að kenna siðfræði kynlífs í skólum. Síðastur á mælendaskrá var Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki og kynnti hann stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Hann gagnrýndi Gísla fyrir að tala um að lögin í landinu væru slæm, þegar fyrir þingi lægi fimmtíu síðna frumvarp um endurbætur á þeim. Þar væri meðal annars lagt til að refsirammi kynferðisafbrota yrði þyngdur. Einnig sagði Bjarni að aðgerðaáætlun vegna kynferðislegs ofbeldis hefði verið samþykkt á ríkisstjórnarfundi og að í henni séu ýmsar tillögur að umbótum. Eftir fundinn sagði Bjarni það „óumdeilt“ að berjast þyrfti gegn klámvæðingunni í þessu samhengi. Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Ofbeldi gegn konum er gömul saga og ný í okkar samfélagi og ekkert nýtt er við ástand síðustu vikna, sagði Gísli Atlason úr karlahópi Femínistafélagsins á vel sóttum fundi nema í félagsvísindadeild Háskóla Íslands í gær. Gísli telur brýnt að bæta félagsmótun drengja. Hún sé í ólestri og að jafnvel íþróttafélög haldi klámi að ungum piltum. Klám ýti undir kvenfyrirlitningu sem birtist aftur í nauðgunum. Refsilöggjöfin er einnig slæm, sagði Gísli, og benti á að hámarksrefsing fyrir nauðg-anir er sex ár og að dæmdir nauðg-arar sitji inni í 18 mánuði að meðaltali. Auka skal hverfalöggæslu og sýnilega löggæslu um helgar í miðbæ Reykjavíkur, sagði Dagný Jónsdóttir framsóknarkona. Hún sér fyrir sér „eftirlitsmyndavélar upp og niður Laugaveginn“ sem valmöguleika til að auka þar öryggi, en Sigurjón Þórðarson í Frjálslynda flokknum hvatti meðal annars til víðtækrar og breyttrar umræðu í samfélaginu. Kolbrún Halldórsdóttir, vinstri grænum, minnti á að um langtímavanda væri að ræða, sem engar skammtímalausnir væru á. Hún ítrekaði að ábyrgðin ætti ekki að liggja hjá þolendum. Konum sé ekki nauðgað vegna þess að þær gangi einar að næturlagi eða séu í pilsi, ábyrgðin liggi ávallt hjá nauðgaranum sjálfum. Kolbrún telur greinilega tengingu milli kláms, vændis, nauðgana og mansals. Guðrún Ögmundsdóttir Samfylkingu tók næst til máls og ræddi sérstaklega áhrif klámvæðingarinnar á stráka. „Þetta snýst ekki um okkur [stelpurnar], þetta snýst um strákana,“ sagði Guðrún og telur tímabært að kenna siðfræði kynlífs í skólum. Síðastur á mælendaskrá var Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki og kynnti hann stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Hann gagnrýndi Gísla fyrir að tala um að lögin í landinu væru slæm, þegar fyrir þingi lægi fimmtíu síðna frumvarp um endurbætur á þeim. Þar væri meðal annars lagt til að refsirammi kynferðisafbrota yrði þyngdur. Einnig sagði Bjarni að aðgerðaáætlun vegna kynferðislegs ofbeldis hefði verið samþykkt á ríkisstjórnarfundi og að í henni séu ýmsar tillögur að umbótum. Eftir fundinn sagði Bjarni það „óumdeilt“ að berjast þyrfti gegn klámvæðingunni í þessu samhengi.
Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira