Kæra nauðgunartilraun 31. október 2006 06:45 Tæplega þrítug kona leggur í dag fram kæru vegna tilraunar til nauðgunar á skemmtistaðnum Viktor í Hafnarstræti í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Eiginmaður hennar mun einnig leggja fram kæru vegna meiðsla sem hann varð fyrir þegar hópslagsmál brutust út. Hjónin voru nýkomin inn á skemmtistaðinn og konan brá sér á salerni sem er á fyrstu hæð skemmtistaðarins. Það er ætlað fyrir fatlað fólk, en á efri hæð eru karla- og kvennasalerni. Lásinn á umræddu salerni var bilaður. Næst gerðist það að fjóra karlmenn bar að og hugðust þeir nota salernið. Konan hélt þá við hurðina þannig að þeir gátu ekki opnað hana umsvifalaust. Einn mannanna beitti þá afli, þeytti upp hurðinni og ruddist inn. Hann hafði á orði við konuna að hann ætlaði að koma fram vilja sínum við hana og hafa við hana samfarir. Maðurinn hóf að toga buxurnar niður um konuna, sem þá féll í gólfið og hrópaði á hjálp. Maður hennar heyrði hrópin og vildi komast inn til hennar. Hófust þá stympingar sem enduðu með hópslagsmálum þar sem fleiri komu við sögu. Lögregla og dyraverðir skárust í leikinn og tókst þeim að binda enda á slagsmálin. Tíu karlmenn voru handteknir, fluttir á lögreglustöð og yfirheyrðir þar. Þetta voru átta Pólverjar og tveir Litháar sem allir eru búsettir hér á landi. Maðurinn slasaðist í átökunum; hlaut skurði í andliti auk þess sem tennur brotnuðu úr honum. Hann var fluttur á slysa- og bráðadeild en konan fékk aðhlynningu á neyðarmóttöku slysadeildar. Mönnunum var öllum sleppt eftir yfirheyrslur hjá lögreglu sem stóðu fram eftir sunnudeginum. Ekki er vitað til þess að þeir hafi slasast í átökunum. Hjónin eru að sögn miður sín eftir atburðinn en þau munu legga fram kæru í dag vegna hans hjá lögreglunni í Reykjavík eins og áður sagði. Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Tæplega þrítug kona leggur í dag fram kæru vegna tilraunar til nauðgunar á skemmtistaðnum Viktor í Hafnarstræti í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Eiginmaður hennar mun einnig leggja fram kæru vegna meiðsla sem hann varð fyrir þegar hópslagsmál brutust út. Hjónin voru nýkomin inn á skemmtistaðinn og konan brá sér á salerni sem er á fyrstu hæð skemmtistaðarins. Það er ætlað fyrir fatlað fólk, en á efri hæð eru karla- og kvennasalerni. Lásinn á umræddu salerni var bilaður. Næst gerðist það að fjóra karlmenn bar að og hugðust þeir nota salernið. Konan hélt þá við hurðina þannig að þeir gátu ekki opnað hana umsvifalaust. Einn mannanna beitti þá afli, þeytti upp hurðinni og ruddist inn. Hann hafði á orði við konuna að hann ætlaði að koma fram vilja sínum við hana og hafa við hana samfarir. Maðurinn hóf að toga buxurnar niður um konuna, sem þá féll í gólfið og hrópaði á hjálp. Maður hennar heyrði hrópin og vildi komast inn til hennar. Hófust þá stympingar sem enduðu með hópslagsmálum þar sem fleiri komu við sögu. Lögregla og dyraverðir skárust í leikinn og tókst þeim að binda enda á slagsmálin. Tíu karlmenn voru handteknir, fluttir á lögreglustöð og yfirheyrðir þar. Þetta voru átta Pólverjar og tveir Litháar sem allir eru búsettir hér á landi. Maðurinn slasaðist í átökunum; hlaut skurði í andliti auk þess sem tennur brotnuðu úr honum. Hann var fluttur á slysa- og bráðadeild en konan fékk aðhlynningu á neyðarmóttöku slysadeildar. Mönnunum var öllum sleppt eftir yfirheyrslur hjá lögreglu sem stóðu fram eftir sunnudeginum. Ekki er vitað til þess að þeir hafi slasast í átökunum. Hjónin eru að sögn miður sín eftir atburðinn en þau munu legga fram kæru í dag vegna hans hjá lögreglunni í Reykjavík eins og áður sagði.
Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira