Sjúkraliðar flýja lág laun, álag og ofbeldi 21. september 2006 07:45 sjúkraliðanám í Fb Sjúkraliðar hafa dregist aftur úr öðrum starfstéttum varðandi laun. Laun nýútskrifaðra sjúkraliða við LSH eru 146 þúsund krónur á mánuði. Sjúkraliðar á LSH krefjast stofnanasamninga þegar í stað. Þetta kom fram á fjölmennum fundi sjúkraliða sem var haldinn þar fyrr í vikunni. Í kjarasamningum sem ríkið hefur gert við önnur stéttarfélög hafa þeir lægstlaunuðustu fengið töluvert meiri hækkun en sjúkraliðar, að sögn Kristínar Á. Guðmundsdóttur, Formanns sjúkraliðafélags Íslands. „Sjúkraliðar hafa dregist aftur úr öðrum starfstéttum varðandi laun en nýútskrifaður 22 ára sjúkraliði á LSH fær 146 þúsund krónur í mánaðarlaun. Við 35 ára aldur eru launin 152.733 krónur." Miðað er við laun 1. maí 2007. Kristín segir að margir nýútskrifaðir sjúkraliðar hafi gerst félagsliðar til að fá hærri laun, en félagsliðar fá 182.537 krónur á mánuði miðað við 35 ára lífaldur. Kristín segir nokkuð um að sjúkraliðar sem gerist félagsliðar starfi á elliheimilium eða á vegum félagsþjónustunnar. „Búið er að gera stofnanasaminga við sjúkraliða á sjálfseignarstofnunum en þar eru launin um 160 þúsund krónur á mánuði óháð lífaldri. Flest sjúkrahús í landinu eiga eftir að gera stofnanasamninga við sjúkraliða ásamt LSH en þeir samningar sem gerðir hafa verið eru í samræmi við stofnanasamninga sem gerðir hafa verið við sjálfseignastofnanir." Kristín segir sjúkraliða á LSH hafa búið við vaxandi álag vegna manneklu ásamt ofbeldi sem átt hafi sér stað á sumum deildum spítalans. „Ofbeldið hefur verið bundið við bráðamóttöku og geðdeildir og árásarmenn gjarnan verið vopnaðir hnífum. Allt þetta eykur álag á sjúkraliða, sem margir gefast upp og hætta. Sem dæmi um manneklu veit ég dæmi þess að á deild þar sem gert er ráð fyrir ellefu stöðugildum sjúkraliða eru aðeins fjórar mannaðar." Kristín segir álagið á öðrum stöðum síst minna en á LSH og nefnir heimahjúkrun í Reykjavík. „Þar eru sjúkraliðar jafnvel að hætta eftir nokkra daga vegna álags sem stafar af fjölda vitjana. Það veldur áhyggjum að sjúkraliðastéttin er að eldast og nú er svo komið að fleiri hætta sökum aldurs en þeir sem útskrifast. Gripið hefur verið til þess ráðs að meta ófaglært fólk inn í sjúkraliðanám til að tryggja nýliðun í stéttinni." Innlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Sjúkraliðar á LSH krefjast stofnanasamninga þegar í stað. Þetta kom fram á fjölmennum fundi sjúkraliða sem var haldinn þar fyrr í vikunni. Í kjarasamningum sem ríkið hefur gert við önnur stéttarfélög hafa þeir lægstlaunuðustu fengið töluvert meiri hækkun en sjúkraliðar, að sögn Kristínar Á. Guðmundsdóttur, Formanns sjúkraliðafélags Íslands. „Sjúkraliðar hafa dregist aftur úr öðrum starfstéttum varðandi laun en nýútskrifaður 22 ára sjúkraliði á LSH fær 146 þúsund krónur í mánaðarlaun. Við 35 ára aldur eru launin 152.733 krónur." Miðað er við laun 1. maí 2007. Kristín segir að margir nýútskrifaðir sjúkraliðar hafi gerst félagsliðar til að fá hærri laun, en félagsliðar fá 182.537 krónur á mánuði miðað við 35 ára lífaldur. Kristín segir nokkuð um að sjúkraliðar sem gerist félagsliðar starfi á elliheimilium eða á vegum félagsþjónustunnar. „Búið er að gera stofnanasaminga við sjúkraliða á sjálfseignarstofnunum en þar eru launin um 160 þúsund krónur á mánuði óháð lífaldri. Flest sjúkrahús í landinu eiga eftir að gera stofnanasamninga við sjúkraliða ásamt LSH en þeir samningar sem gerðir hafa verið eru í samræmi við stofnanasamninga sem gerðir hafa verið við sjálfseignastofnanir." Kristín segir sjúkraliða á LSH hafa búið við vaxandi álag vegna manneklu ásamt ofbeldi sem átt hafi sér stað á sumum deildum spítalans. „Ofbeldið hefur verið bundið við bráðamóttöku og geðdeildir og árásarmenn gjarnan verið vopnaðir hnífum. Allt þetta eykur álag á sjúkraliða, sem margir gefast upp og hætta. Sem dæmi um manneklu veit ég dæmi þess að á deild þar sem gert er ráð fyrir ellefu stöðugildum sjúkraliða eru aðeins fjórar mannaðar." Kristín segir álagið á öðrum stöðum síst minna en á LSH og nefnir heimahjúkrun í Reykjavík. „Þar eru sjúkraliðar jafnvel að hætta eftir nokkra daga vegna álags sem stafar af fjölda vitjana. Það veldur áhyggjum að sjúkraliðastéttin er að eldast og nú er svo komið að fleiri hætta sökum aldurs en þeir sem útskrifast. Gripið hefur verið til þess ráðs að meta ófaglært fólk inn í sjúkraliðanám til að tryggja nýliðun í stéttinni."
Innlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira