Erlent

Sharon ekki lengur í bráðri lífshættu

MYND/AP

Ísraelar bíða nú í ofvæni eftir fréttum af líðan Ariels Sharons, forsætisráðherra landsins, sem haldið hefur verið sofandi eftir að hann fékk alvarlegt heilablóðfall á miðvikudag í síðustu viku. Sharon er ekki lengur talinn í bráðri lífshættu og segja læknar hann hafa sýnt skýr merki um bata er hann hreyfði vinstri hönd sína í gær. Þá hafa þeir dregið úr deyfilyfjagjöf hans og vonast þeir til að hann vakni í dag. Reutersfréttastofan segir, að læknarnir hafi stungið upp á því að nota óhefðbundnar aðferðir til að vekja Sharon, svo sem að hafa uppáhalds mat hans, kebab, við rúmstokkinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×