Erlent

Réttað yfir kanadískum táningi á Guantanamo

Guantanamo-fangelsið á Kúbu
Guantanamo-fangelsið á Kúbu MYND/Reuters

Réttarhöld hefjast í dag yfir kanadískum táningi sem haldið er í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu en hann er meðal annars sakaður um að hafa drepið bandarískan hermann í Afganistan. Pilturinn, Omar Ahmed Khadr að nafni, var fimmtán ára gamall og barðist með talíbönum í Afganistan þegar hann var tekin höndum en í dag er hann nítján ára. Í dag eiga einnig að hefjast réttarhöld yfir öðrum meintum liðsmanni talíbana en hann er sakaður um aðild að samsæri um stríðsglæpi. Báðir eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi, ef þeir verða fundnir sekir. Þá er enn beðið ákvörðunar Hæstaréttar Bandaríkjanna um það hvort unnt sé að rétta yfir þriðja manninum en hann er talinn hafa verið bílstjóri Osama bin Laden.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×