Lífið

Straumur til Eyja

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Búist er við ágætisveðri um helgina og stemningin verður væntanlega eftir því.
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Búist er við ágætisveðri um helgina og stemningin verður væntanlega eftir því.

Jú, straumurinn er byrjaður. Það er þegar mikið um brottflutta Eyjamenn sem eru með heimagistingu og ég á von á því að það komi margir gestir með Herjólfi í dag, sagði Tryggvi Már Sæmundsson í Þjóðhátíðarnefnd Vestmannaeyja þegar Fréttablaðið náði af honum tali í gær.

Tryggvi sagði að straumurinn myndi halda áfram að aukast í dag og á morgun þegar sjálft Húkkaraballið er haldið. Þar eru Stuðmenn að spila og ég býst við að það verði allt pakkað, segir Tryggvi Már.

Formleg dagskrá Þjóðhátíðar hefst um miðjan dag á föstudag og hápunktur hátíðarinnar er á sunnudagskvöld þegar Árni Johnsen stjórnar Brekkusöng í Herjólfsdal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.