Lífið

Morris raðar sér í efstu sætin

Tia Dalma Harris er ekki frýnileg í gervi sínu í Pirates of the Caribbean.
Tia Dalma Harris er ekki frýnileg í gervi sínu í Pirates of the Caribbean.

Breska leikkonan Naomie Harris er kannski ekki þekktasta leikkonan í Hollywood sem stendur en á því gæti orðið breyting því hún skýtur flestum starfsbræðrum sínum og systrum ref fyrir rass með því að leika í tveimur vinsælustu myndunum vestanhafs í síðustu viku.

Í efsta sæti listans yfir aðsóknarmestu myndir Bandaríkjanna er spennumyndin Miami Vice og ævintýramyndin Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest fylgir fast á hæla hennar en Harris fer með veigamikil hlutverk í þeim báðum. Í Miami Vice leikur hún samstarfs- og ástkonu Jamie Foxx, sem fer með annað aðalhlutverkanna, en í Pirates of The Caribbean leikur hún seiðkerlinguna Tiu Dalma, sem sjóræninginn Jack Sparrow leitar ráða hjá.

Harris, sem er þrítug að aldri, vakti fyrst athygli í sjónvarpsþáttunum White Teeth árið 2002 en er sjálfsagt þekktust fyrir hlutverk sitt í spennuhryllinum 28 Days Later frá sama ári. Hún hefur komið ár sinni vel fyrir borð síðan og róið alla leið til Hollywood þar sem hún hefur nóg fyrir stafni. Framundan er þriðja myndina um sjóræningjann Jack Sparrow auk þess sem hún hefur verið orðuð við framhaldið af 28 Days Later, sem er í bígerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.