Lífið

Köngulóarmaðurinn vondur í næstu mynd?

Köngulóarmaðurinn
fær krafta frá tunglinu og verður fyrir vikið mun öflugri en að sama skapi er erfiðara að hemja hið illa.
Köngulóarmaðurinn fær krafta frá tunglinu og verður fyrir vikið mun öflugri en að sama skapi er erfiðara að hemja hið illa.

Sumarið sem nú er að líða fer varla í sögubækurnar fyrir minnistæðar kvikmyndir. Vissulega var Ofurmennið ágætt en það er kannski ágætis sönnun á „slappleikanum" að sjóræningjarnir á Karabíska hafinu fóru létt með að rúlla yfir aðrar myndir.

Tími sumarsmella er þó hvergi nærri liðin, í það minnsta ekki fyrir aðdáendur Köngulóarmannsins en samkvæmt heimasíðunni imdb.com er þriðju myndarinnar að vænta hingað til lands í byrjun næsta sumars.

Sam Raimi hefur tekist ótrúlega vel upp með þessa sögupersónu því bæði fyrsta og önnur myndin reyndust hreint augnakonfekt.

Verkefni Köngulóarmannsins í þriðju myndinni eru ögn erfiðari en áður því Harry Osbourne hefur ákveðið að taka málin í sínar hendur og endurvekur The Green Goblin. Auk þess þarf Peter Parker að reyna halda í Mary Jane og þá er komið nýtt skrímsli í bæinn, The Sandman, sem Thomas Haden Church leikur. Myndbrotið úr myndinni leiðir að því líkum að sjálfur Köngulóarmaðurinn lendi í mikilli sálarkreppu en efni frá tunglinu valda því að hann öðlast meiri kraft en áður og hið illa fer að bærast innra með honum. Kvikmyndahúsagestir mega því búast við miklu fjöri og togstreitu milli góðs og ills næsta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.