Lífið

Lost skipt í tvennt

Lost þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og verða sýndir með nýju fyrirkomulagi í vetur í Ríkissjónvarpinu.
Lost þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og verða sýndir með nýju fyrirkomulagi í vetur í Ríkissjónvarpinu.

Nýtt fyrirkomulag verður á sýningum Aðþrengdra eiginkvenna og Lost í Sjónvarpinu næsta vetur, að sögn Guðmundar Inga Kristjánssonar, innkaupastjóra erlends efnis hjá RÚV. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að skipta Lost-seríunni í tvennt þannig að við sýnum þættina 22 í tveimur hlutum með 13 vikna hléi inni á milli.

Við ákváðum að fylgja þeim eftir í þessari nýbreytni því auðvitað viljum við skila efninu sem fyrst til áhorfandans. Ekki er alveg ljóst hvort Aðþrengdu eiginkonurnar verði sýnar með svipuðum hætti, segir Guðmundur og bætir því við að á þessu 13 vikna hléi munu þeir sýna nýja þætti sem nefnast Daybreak.

Þættirnir eru sagðir mjög góðir og fjalla um lögreglumann sem er ásakaður um morð og upplifir það aftur og aftur frá nýju sjónarhorni í hvert skipti. Guðmundur segir söguþráðinn svipa til kvikmyndarinnar Groundhog Day og að Bandaríkjamenn sýni einnig þessa nýju seríu á sama tíma. Ekki er víst hversu marga þætti við sýnum í einu en eitt er víst að þeir skila sín til áhorfandans á réttum tíma, segir Guðmundur að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.