Lífið

Óánægð með eyrun

Þrátt fyrir að Uma Thurman sé talin vera ein fallegsta konan í Hollywood hefur hún bara nýlega tekið útlitið í sátt. Hún segir að áður fyrr hafi hún verið mjög meðvituð um andlitsdrætti og hæðina. „Mér hefur alltaf fundist ég vera of hávaxin og með stóra fætur og útstandandi hné. Mér finnst ég enn hafa stórt nef og það er of langt á milli augnanna þannig að ég lít út eins og ég sé með tvo fiska svamlandi á milli eyrnanna,“ sagði Thurman við OK! tímaritið. „Ég er ánægðari með sjálfa mig núna en mér finnst enn eyrun vera of stór. Ég myndi gera allt til að losna við þau.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.