Lífið

Pfeiffer í Abba

Michelle Pfeiffer 
Þessi reynda leikkona er orðuð við hlutverk í kvikmynd byggðri söngleiknum Mamma Mía sem fjallar um sænsku hljómsveitina ABBA.
Michelle Pfeiffer Þessi reynda leikkona er orðuð við hlutverk í kvikmynd byggðri söngleiknum Mamma Mía sem fjallar um sænsku hljómsveitina ABBA.

Leikkonan Michelle Pfeiffer hefur verið orðuð við aðalhlutverkið í kvikmynd sem byggð verður á söngleiknum vinsæla „Mamma mía“ en hann segir frá sögu sænsku hljómsveitarinnar ABBA.

The Daily mail segir frá því að framleiðandinn Judy Craymer leggi allt undir til að láta kvikmyndina verða að veruleika enda er söngleikurinn sýndur út um allan heim við miklar vinsældir. Höfundar söngleiksins eru engir aðrir en Benny Andersson og Björn Ulvaeus fyrrum meðlimir Abba og hala þeir inn milljónum á viku vegna leikritsins. Aðrar leikkonur hafa einnig verið orðaðar hlutverk í myndinni

og má þar nefna Kim Basinger, Nicole Kidman og Meryl Streep.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.