Lífið

Tröllakirkja á ensku

Ólafur Gunnarsson rithöfundur Tröllakirkja endurútgefin á ensku.
Ólafur Gunnarsson rithöfundur Tröllakirkja endurútgefin á ensku. MYND/GVA

Skáldsagan Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnarsson hefur verið endurútgefin í enskri þýðingu David McDuff og Jill Burrows. Bókin kom upphaflega út á íslensku 1992 og var síðan gefin út á ensku af breskum útgefenda í tveimur prentunum en er löngu uppseld.

Tröllakirkja var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hinna alþjóðlegu IMPAC verðlauna. Hún kom út í Þýskalandi á síðasta ári í innbundinni útgáfu og hlaut afar góðar móttökur þar í landi og kemur út þar í kilju á haustmánuðum. 

Sögusvið bókarinnar er Reykjavík 6. áratugarins og segir þar af fjölskyldu Sigurbjörns Helgasonar arkiteks og drauma hans um að reisa vöruhús á Vitatorgi. Framkvæmd þess á eftir að taka toll af fjölskyldunni - bæði fjárhagslegan og andlegan.

Sagan er sú fyrsta í þríleik Ólafs en á eftir fylgdu Blóðakur og Vetrarferðin en verið er að þýða hina síðarnefndu yfir á ensku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.