Innlent

Kvöldfréttir NFS sauma að kvöldfréttum RÚV

Kvöldfréttir NFS sauma nú að kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í áhorfi samkvæmt nýrri áhorfskönnun IMG Gallup sem opinberuð var í dag. Samkvæmt henni mælist áhorf á kvöldfréttatíma Ríkissjónvarpsins 40.4% miðað við 34.5% áhorf á kvöldfréttatíma NFS.

Þegar tekið er saman áhorf á kvöldfréttir NFS á Stöð 2 og NFS rásinni þá mælist áhorfið 34.5%. Áhorf á kvöldfréttatíma sjónvarpsins mælist 40.4%. Áhorf á kvöldfréttir sjónvarps í könnun Gallups í janúar mældist 41.3% og 29.3% á kvöldfréttir NFS.

Spaugstofan mælist sem fyrr vinsælasta sjónvarpsefnið með ríflega 50% áhorf. Uppsafnað áhorf vikuna sem könnunin var gerð sýnir að 92.4% aðspurðra horfðu á ríkissjónvarpið, 74.3% á Stöð, 64.4% á Ská einn, 35.1% á Sirkus, 28% á Stöð tvö plús og 23.6% á NFS. Minna áhorf var á aðrar rásir.

Uppsafnað áhorf á Ríkissjónvarpið, Stöð 2 og Skjá einn er svipað og í síðustu könnun sem gerð var í janúar. Hástökkvararnir eru Sirkus og Stöð 2 plús. Könnunin fór fram, 24. - 30. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×