Innlent

Setuverkfall starfsmanna hjá dvalarheimilum hófst á miðnætti

Um níu hundruð ófaglærðir starfsmenn hjá dvalarheimilum hófu setuverkfall á miðnætti til að mótmæla mun á launum þeirra og fólks sem starfar við sömu störf hjá Reykjavíkurborg. Rólegt var um að litast á Hrafnistu í morgun, en starfsfólkið þar ætlar að hittast á baráttufundi klukkan eitt.

Setuverkfall hófst á miðnætti hjá ófaglærðu starfsfólki á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnafirði, Vífilstöðum, Víðinesi og á Dvalarheimilum á Grund, Ás í Hveragerði, Sunnuhlíð og Skógarbæ. Aðgerð þessi nær til 900 starfsmanna hjá viðkomandi stofnunum sem sinna ræstingum, eldhúsi og þvottahúsum. Með þessum aðgerðum er starfsfólk að mótmæla þeim launamun sem er á milli þessaara heimila. Starfsfólkið ætlar aðeins að sinna lágmarks þjónustu á meðan á setuverkfallinu stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×