Til Afganistan með breytta jeppa 6. apríl 2005 00:01 Tíu til fimmtán íslenskir friðargæsluliðar fara til starfa í Norður-Afganistan í ágúst. Þeir taka með sér tvo eða þrjá jeppa sem breytt verður hérlendis til að nota við þær erfiðu aðstæður sem eru á þessum slóðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður sveitin vopnuð eins og íslensku friðargæslusveitirnar í Afganistan hafa verið og fer hún til þjálfunar í Noregi í maí eða júní . Þetta verkefni í Norður-Afganistan kemur í beinu framhaldi af stjórn íslensku friðargæslunnar á flugvellinum í Kabúl en henni lauk 1. febrúar síðastliðinn. Talið er víst að einhverjir þeirra Íslendinga sem gegndu þjónustu í Kabúl verði liðsmenn þessarar nýju sveitar. Verkefnið sem um ræðir felst í að aðstoða íbúa afskekktra fjallahéraða í Norður-Afganistan, en ástandið á þeim slóðum er afar bágborið og líf fólks frumstætt eftir margra áratuga stríðsástand. Þarna eru miklar vetrarhörkur með tilheyrandi vatnsskorti og matur er af skornum skammti. Fram til þessa hafa hjálparsveitir á svæðinu notast við óbreytta jeppa en þeir ekki reynst nógu vel enda landið mjög erfitt yfirferðar. Þess vegna var ákveðið að láta breyta nokkrum jeppum hérlendis fyrir sveitina enda Íslendingar sérfræðingar í að breyta jeppum til nota við mismunandi aðstæður. Reynist jepparnir vel er ekki útilokað að fleiri jeppum verði breytt hérlendis til nota fyrir friðargæsluna. Þrátt fyrir að lítið hafi verið um átök á þessum slóðum upp á síðkastið er talið nauðsynlegt að liðsmenn friðargæslusveita beri vopn sér til varnar og munu Íslendingarnir fá þjálfun í þeim efnum í Noregi eins og verið hefur um þær íslensku sveitir sem starfað hafa í Afganistan. Ekki náðist í forsvarsmenn íslensku friðargæslunnar. Fréttir Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Tíu til fimmtán íslenskir friðargæsluliðar fara til starfa í Norður-Afganistan í ágúst. Þeir taka með sér tvo eða þrjá jeppa sem breytt verður hérlendis til að nota við þær erfiðu aðstæður sem eru á þessum slóðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður sveitin vopnuð eins og íslensku friðargæslusveitirnar í Afganistan hafa verið og fer hún til þjálfunar í Noregi í maí eða júní . Þetta verkefni í Norður-Afganistan kemur í beinu framhaldi af stjórn íslensku friðargæslunnar á flugvellinum í Kabúl en henni lauk 1. febrúar síðastliðinn. Talið er víst að einhverjir þeirra Íslendinga sem gegndu þjónustu í Kabúl verði liðsmenn þessarar nýju sveitar. Verkefnið sem um ræðir felst í að aðstoða íbúa afskekktra fjallahéraða í Norður-Afganistan, en ástandið á þeim slóðum er afar bágborið og líf fólks frumstætt eftir margra áratuga stríðsástand. Þarna eru miklar vetrarhörkur með tilheyrandi vatnsskorti og matur er af skornum skammti. Fram til þessa hafa hjálparsveitir á svæðinu notast við óbreytta jeppa en þeir ekki reynst nógu vel enda landið mjög erfitt yfirferðar. Þess vegna var ákveðið að láta breyta nokkrum jeppum hérlendis fyrir sveitina enda Íslendingar sérfræðingar í að breyta jeppum til nota við mismunandi aðstæður. Reynist jepparnir vel er ekki útilokað að fleiri jeppum verði breytt hérlendis til nota fyrir friðargæsluna. Þrátt fyrir að lítið hafi verið um átök á þessum slóðum upp á síðkastið er talið nauðsynlegt að liðsmenn friðargæslusveita beri vopn sér til varnar og munu Íslendingarnir fá þjálfun í þeim efnum í Noregi eins og verið hefur um þær íslensku sveitir sem starfað hafa í Afganistan. Ekki náðist í forsvarsmenn íslensku friðargæslunnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira