Til Afganistan með breytta jeppa 6. apríl 2005 00:01 Tíu til fimmtán íslenskir friðargæsluliðar fara til starfa í Norður-Afganistan í ágúst. Þeir taka með sér tvo eða þrjá jeppa sem breytt verður hérlendis til að nota við þær erfiðu aðstæður sem eru á þessum slóðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður sveitin vopnuð eins og íslensku friðargæslusveitirnar í Afganistan hafa verið og fer hún til þjálfunar í Noregi í maí eða júní . Þetta verkefni í Norður-Afganistan kemur í beinu framhaldi af stjórn íslensku friðargæslunnar á flugvellinum í Kabúl en henni lauk 1. febrúar síðastliðinn. Talið er víst að einhverjir þeirra Íslendinga sem gegndu þjónustu í Kabúl verði liðsmenn þessarar nýju sveitar. Verkefnið sem um ræðir felst í að aðstoða íbúa afskekktra fjallahéraða í Norður-Afganistan, en ástandið á þeim slóðum er afar bágborið og líf fólks frumstætt eftir margra áratuga stríðsástand. Þarna eru miklar vetrarhörkur með tilheyrandi vatnsskorti og matur er af skornum skammti. Fram til þessa hafa hjálparsveitir á svæðinu notast við óbreytta jeppa en þeir ekki reynst nógu vel enda landið mjög erfitt yfirferðar. Þess vegna var ákveðið að láta breyta nokkrum jeppum hérlendis fyrir sveitina enda Íslendingar sérfræðingar í að breyta jeppum til nota við mismunandi aðstæður. Reynist jepparnir vel er ekki útilokað að fleiri jeppum verði breytt hérlendis til nota fyrir friðargæsluna. Þrátt fyrir að lítið hafi verið um átök á þessum slóðum upp á síðkastið er talið nauðsynlegt að liðsmenn friðargæslusveita beri vopn sér til varnar og munu Íslendingarnir fá þjálfun í þeim efnum í Noregi eins og verið hefur um þær íslensku sveitir sem starfað hafa í Afganistan. Ekki náðist í forsvarsmenn íslensku friðargæslunnar. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Tíu til fimmtán íslenskir friðargæsluliðar fara til starfa í Norður-Afganistan í ágúst. Þeir taka með sér tvo eða þrjá jeppa sem breytt verður hérlendis til að nota við þær erfiðu aðstæður sem eru á þessum slóðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður sveitin vopnuð eins og íslensku friðargæslusveitirnar í Afganistan hafa verið og fer hún til þjálfunar í Noregi í maí eða júní . Þetta verkefni í Norður-Afganistan kemur í beinu framhaldi af stjórn íslensku friðargæslunnar á flugvellinum í Kabúl en henni lauk 1. febrúar síðastliðinn. Talið er víst að einhverjir þeirra Íslendinga sem gegndu þjónustu í Kabúl verði liðsmenn þessarar nýju sveitar. Verkefnið sem um ræðir felst í að aðstoða íbúa afskekktra fjallahéraða í Norður-Afganistan, en ástandið á þeim slóðum er afar bágborið og líf fólks frumstætt eftir margra áratuga stríðsástand. Þarna eru miklar vetrarhörkur með tilheyrandi vatnsskorti og matur er af skornum skammti. Fram til þessa hafa hjálparsveitir á svæðinu notast við óbreytta jeppa en þeir ekki reynst nógu vel enda landið mjög erfitt yfirferðar. Þess vegna var ákveðið að láta breyta nokkrum jeppum hérlendis fyrir sveitina enda Íslendingar sérfræðingar í að breyta jeppum til nota við mismunandi aðstæður. Reynist jepparnir vel er ekki útilokað að fleiri jeppum verði breytt hérlendis til nota fyrir friðargæsluna. Þrátt fyrir að lítið hafi verið um átök á þessum slóðum upp á síðkastið er talið nauðsynlegt að liðsmenn friðargæslusveita beri vopn sér til varnar og munu Íslendingarnir fá þjálfun í þeim efnum í Noregi eins og verið hefur um þær íslensku sveitir sem starfað hafa í Afganistan. Ekki náðist í forsvarsmenn íslensku friðargæslunnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira