Erlent

Íran ógn við Mið-Austurlönd

Bolton fór í vikunni í heimsókn til þriggja Mið-Austurlanda þar sem hann hitti ráðamenn og ræddi þróun kjarnorkuvopna í Íran. Hann segir stuðning Írana við hryðjuverkahópa gera málið enn alvarlegra. "Það er sama hvort þeir hyggjast gera sín eigin kjarnorkuvopn eða útvega hryðjuverkahópum þau, hvort tveggja er jafn slæmt." Frakkar, Bretar og Þjóðverjar hafa staðið í viðræðum við Írana um að þeir stöðvi auðgun úrans gegn tæknilegri, pólitískri og fjárhagslegri aðstoð. Íranar urðu við beiðninni meðan á viðræðunum stóð en hafa ítrekað neitað að frysta áætlanir sínar. Fyrr í mánuðinum var haft eftir Bush Bandaríkjaforseta að hann útilokaði ekki hernaðaraðgerðir gegn Íran vegna auðgunar úrans sem Bandaríkjamenn telja að sé ætluð til nota í kjarnorkuvopnagerð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×