Erlent

Heimsmet í snjókasti

Það er gott að hafa metnað en spurningin er hvernig menn fá útrás fyrir hann. Í Illinois í Bandaríkjunum var til að mynda efnt til heimsmeistarakeppni í snjókasti um helgina. Skipuleggjendur segja daginn merkisdag og að metið hafi verið slegið þar sem vel yfir 3000 manns tóku þátt í snjóboltaslag sem stóð í tíu mínútur. Heilbrigð fjölskylduskemmtun þar á ferð. Og það sem meira er: það er ekki nema ár síðan að síðast var sett heimsmet í snjókasti. Það var í Graubunden í Sviss.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×