Innlent

Bíll valt undir Hafnarfjalli

Bíll fór þrjár veltur undir Hafnarfjalli um hádegisbil í gær. Ökumaður var í belti og slapp því ómeiddur. Lögreglan í Borgarnesi varar við þessum stutta vegarkafla sem er sunnanvert við Mótel Venus hjá Hafnarskógi en þar verður oft hált þótt engin hálka sé sitt hvoru megin við þennan kafla vegarins.

Líkamsárás á Laugavegi

Ráðist var á mann við Laugaveg 18 um sex leytið í morgun. Hinn slasaði var sendur með sjúkrabíl á slysadeild illa haldinn og eru tveir menn í haldi vegna þessa. Málið telst alvarlegt og hefur verið sent til rannsóknadeildar en ekki fengust nánari upplýsingar að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×