Innlent

Farið rangt með kortatímabil

Ranglega var hermt í nýjum bæklingi Hagkaups, sem borinn var út í áttatíu þúsund eintökum að morgni fimmtudags, að nýtt kortatímabil væri hafið. Hið rétta er að nýtt kortatímabil hófst í gær, laugardag.

Gunnar Ingi Sigurðsson, fram­kvæmda­stjóri Hagkaups, segir villuna hafa slæðst inn vegna mis­taka í prentun.

"En við verð­um náttúru­lega að standa við 80 þús­und loforð sem við sendum í hús," segir hann og kveður fyrirtækið bera kostnaðinn sem af þessu hlaust.

"Það var verið að breyta hjá okkur lógói og ég búinn að upplýsa VISA um málið. En auðvitað er skelfi­legt þegar svona gerist."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×