VG segir borgarstjóra í rétti 1. mars 2005 00:01 Deilt var um það á fundi borgarstjórnar í gær, hvort Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefði haft umboð til að skrifa undir viljayfirlýsingu um að ganga til viðræðna við ríkið um sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Sjálfstæðismenn vildu að gengið yrði til atkvæða um viljayfirlýsinguna, vegna efasemda Vinstri-grænna um söluna, en þeirri tillögu var vísað frá. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, sagði augljóst að borgarfulltrúar R-listans þyrðu ekki að greiða atkvæði um þetta mál, sem þýddi að borgarstjórinn hefði ekki haft umboð til undirskriftarinnar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, sagði ótrúlegt að borgarstjóri þyrði ekki að setja eigin viljayfirlýsingu undir dóm borgarstjórnar. Slíkt staðfesti vandræðagang og klofning innan R-listans um málið. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi R-listans fyrir hönd Vinstri-græna, sagði borgarstjóra hafa fengið umboð borgarráðs í apríl í fyrra og þakkaði borgarstjóra fyrir að vinna vinnuna sína. Vakti það undran borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Helgi Hjörvar minnti á að umboð borgarstjóra hefði einnig verið samþykkt af fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði og undraðist því að minnihlutinn væri að efast um umboð borgarstjóra nú. Björk segir að einungis sé um að ræða viljayfirlýsingu um að fara í viðræður um söluferlið og gerir ráð fyrir að ýmislegt verði skoðað í því ferli, viðræður hljóti að taka mið af því sem hefur verið í umræðunni að undanförnu. Meðal þess sem rætt var á fundi borgarstjórnar í gær, var sá möguleiki að selja ekki hlut borgarinnar í Landsneti, sem á grunnnet Landsvirkjunar, þar sem slíkt gæti þýtt að Orkuveita Reykjavíkur þyrfti að kaupa sig inn á net keppinauts í framtíðinni. Hvað varðar tillögu sjálfstæðismanna um að ganga til atkvæða um viljayfirlýsinguna sagði Björk í samtali við Fréttablaðið að hún hefði einungis verið sett fram til að ala á tortryggni og sundrung sem sé ekki til staðar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Sjá meira
Deilt var um það á fundi borgarstjórnar í gær, hvort Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefði haft umboð til að skrifa undir viljayfirlýsingu um að ganga til viðræðna við ríkið um sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Sjálfstæðismenn vildu að gengið yrði til atkvæða um viljayfirlýsinguna, vegna efasemda Vinstri-grænna um söluna, en þeirri tillögu var vísað frá. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, sagði augljóst að borgarfulltrúar R-listans þyrðu ekki að greiða atkvæði um þetta mál, sem þýddi að borgarstjórinn hefði ekki haft umboð til undirskriftarinnar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, sagði ótrúlegt að borgarstjóri þyrði ekki að setja eigin viljayfirlýsingu undir dóm borgarstjórnar. Slíkt staðfesti vandræðagang og klofning innan R-listans um málið. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi R-listans fyrir hönd Vinstri-græna, sagði borgarstjóra hafa fengið umboð borgarráðs í apríl í fyrra og þakkaði borgarstjóra fyrir að vinna vinnuna sína. Vakti það undran borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Helgi Hjörvar minnti á að umboð borgarstjóra hefði einnig verið samþykkt af fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði og undraðist því að minnihlutinn væri að efast um umboð borgarstjóra nú. Björk segir að einungis sé um að ræða viljayfirlýsingu um að fara í viðræður um söluferlið og gerir ráð fyrir að ýmislegt verði skoðað í því ferli, viðræður hljóti að taka mið af því sem hefur verið í umræðunni að undanförnu. Meðal þess sem rætt var á fundi borgarstjórnar í gær, var sá möguleiki að selja ekki hlut borgarinnar í Landsneti, sem á grunnnet Landsvirkjunar, þar sem slíkt gæti þýtt að Orkuveita Reykjavíkur þyrfti að kaupa sig inn á net keppinauts í framtíðinni. Hvað varðar tillögu sjálfstæðismanna um að ganga til atkvæða um viljayfirlýsinguna sagði Björk í samtali við Fréttablaðið að hún hefði einungis verið sett fram til að ala á tortryggni og sundrung sem sé ekki til staðar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Sjá meira