Lífið

Vill búa í Notting Hill

Leikkonan Scarlett Johansson vill eignast heimili í hverfinu Notting Hill í London. Johansson, sem er tvítugt, hefur tekið ástfóstri við borgina eftir að hafa starfað þar í nokkurn tíma og telur að núna sé rétti tíminn til að kaupa sér hús. Vegna fjölskyldu sinnar í New York vill hún þó ekki flytja alfarið til Englands. "Ég er enn New York-búi en það ætti ekki að skaða neinn ef ég byggi á báðum þessum stöðum," sagði Johansson, sem lék í nýjustu mynd Woody Allen í London á síðasta ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.