Erlent

Sprengja á Bali

Í það minnsta 22 biðu bana í tvöföldu sprengjutilræði á veitingahúsum á eynni Balí á Indónesíu um kvöldmatarleytið í gær. 51 slasaðist alvarlega. Enn er ekki búið að bera kennsl á líkin en talið er að þau séu bæði af innfæddum og útlendingum. Rétt tæp tvö ár eru síðan 202 biðu bana í sprengjutilræðum á Balí en þá voru samtökin Jemaah Islamiyah að verki. Ken Conboy, sérfræðingur í hryðjuverkum í Suðaustur-Asíu, segir að hryðjuverkin í gær beri sama handbragði vitni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×