Erlent

Keypti far út í geim

Bandarískur kaupsýslumaður greiddi einn komma tvo milljarða króna fyrir að láta skjóta sér út í geiminn frá Kasakstan í dag, ásamt tveimur geimförum. Hann er þriðji maðurinn sem borgar fyrir að fara út í geiminn. Rússneska Soyuz geimfarinu var skotið á loft frá geimferðastöðinni í Baikonur í Kasakstan. Tveir geimfarar, Rússinn Valery Tokarev, og Bandaríkjamaðurinn William McArthur, eru um borð, ásamt bandaríska kaupsýslumanninum Gregory Olsen, sem sagður er hafa greitt 20 milljónir bandaríkjadali, eða einn komma tvo milljarða íslenskra króna fyrir ferðalagið út í geim. Áætlað er aðgeimfarið komi til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir tvo daga. Gregory Olsen, sem er sextugur, mun dvelja um viku í geimnum. Geimfararnir verða hins vegar við störf í Alþjóðlegu geimstöðinni næstu mánuði, og fara aðrir, sem dvalið hafa þar undanfarið, tilbaka til jarðar ásamt Olsen. Ýmsir hafa gagnrýnt ferðalög kaupsýslumanna út í geim, gegn greiðslum, en Olsen segir slíkt nauðsynlegur þátt í þróun geimferða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×