Erlent

Saka hvort annað um óhæfi

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands og leiðtogi Jafnaðarmanna, og Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, eru enn langt frá því að leysa ágreining sinn um það hvort þeirra skuli leiða stjórnarmyndunarviðræður í landinu. Bæði gera tilkall til kanslaraembættisins í kjölfar kosninganna til þýska sambandsþingsins fyrir tæpum tveimur vikum. Schröder og Merkel hafa síðustu daga fundað tvisvar um hugsanlegt stjórnarsamstarf stóru flokkanna. Ekki virðist þó útlit fyrir að það gangi auðveldlega eftir því í dag sökuðu þau hvort annað um að vera óhæf til að leiða landið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×