Erlent

Sprengjuárás á Balí

Að minnsta kosti þrjátíu vestrænir ferðamenn létu lífið eða særðust þegar tvær sprengjur sprungu á tveimur kaffihúsum á Kúta-strönd á eynni Balí í Indónesíu í dag. Sjónvarpsstöð á Balí greindi frá því að þrjár sprengjur hefðu sprungið, en það hefur ekki verið staðfest. Ekki er ljóst hverjir bera ábyrgð á verknaðinum. Rúmlega tvö hundruð manns, aðallega vestrænir ferðamenn, biðu bana í sprengjutilræði á Balí fyrir þremur árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×