Innlent

Koma fjörutíu Kínverja stöðvuð

Koma rúmlega 40 Kínverja sem hugðust starfa á Kárahnjúkum hefur verið stöðvuð. Þeir fá ekki atvinnuleyfi meðan rannsókn ráðuneyta á starfsmannamálum Impregilo fer fram. Kínverjarnir höfðu fengið dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun þrátt fyrir að atvinnuleyfi lægi ekki fyrir. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir unnið að lausn málsins sem taki vonandi innan við vikutíma. Um 250 umsóknir Impregilo á atvinnu- og dvalarleyfum fyrir erlenda starfsmenn bíði afgreiðslu yfirvalda. Flestar fyrir kínverksa menn. Gissur segir Kínverjana sem sótt hafi verið um leyfi fyrir séu ekki ráðna í gegnum starfsmannaleigur. Þeir muni vinna án milliliðs hjá fyrirtækinu. Þeim sé ætlað að sinna ólíkum störfum og hafi allir reynslu af virkjunarframkvæmdum. Umsóknirnar nái til ólíks tíma. Þær fari eftir umfangi framkvæmdanna. Ekki náðist í Ómar R. Valdimarsson, talsmann Impregilo.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×