Innlent

110 ára afmæli skáldsins fagnað

Á föstudaginn hefði skáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi orðið 110 ára. Í tilefni af því verður opnuð sýning um Davíð í bókasal Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu þar sem hann verður Skáld mánaðarins. Dagskráin hefst klukkan 17 með ávarpi Guðmundar Andra Thorssonar. Gunnar Gunnarsson og Sigurður Flosason munu svo leika spuna í kringum sálm Davíðs, „Ég kveiki á kertum mínum“ við lag Guðrúnar Böðvarsdóttur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×