Furða sig á RÚV-frumvarpinu 16. mars 2005 00:01 Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa furðu sinni á frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið sem þeir segja slæmt fyrir lýðræðið. Verið að stofna ríkisstjórnarútvarp, segir þingmaður Samfylkingarinnar. Samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra verður Ríkisútvarpinu breytt í sameignarfélag. Ráðherra fer með eignarhlutinn en fimm manna stjórn félagsins verður kjörin á Alþingi. Vinstri - grænir segja það furðulegt að tala um sameignarfélag þar sem ekki sé verið að fjölga eigendum. Þeir telja breytingarnar varasamar því verið sé að fjarlægja stofnunina frá raunverulegum eigendum sínum: íslensku þjóðinni. Ögmundur Jónasson þingflokksformaður segir þetta slæmt fyrir lýðræðið að öllu leyti. „Hvers vegna eru þessar miklu umræður um Ríkisútvarpið núna? Það er vegna þessara tengsla við eigendur Ríkisútvarpsins - mönnum finnst stofnunin koma sér við og hafa aðkomu að því,“ segir Ögmundur. Vinstri - grænir vilja að dregið sé úr pólitískum áhrifum á þann veg að hlutfallskosning á Alþingi ráði ekki um stjórn RÚV. „En í þessu frumvarpi er engin breyting á þessu,“ segir Ögmundur og bætir við að það sé óljóst og með lausa enda. Samfylkingin gagnrýnir að meirihluti Alþingis fái meirihluta í útvarpsstjórn og bendir á að hafi markmiðið með frumvarpinu verið að draga úr pólitískum áhrifum á daglegan rekstur Ríkisútvarpsins, þá gangi það ekki upp samkvæmt þeim breytingum sem lagðar séu til. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það þurfi að stefna að öflugu, sjálfstæðu almannaútvarpi, en ekki „ríkisstjórnarútvarpi“ eins og þetta frumvarp beri allt of mikinn keim af. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að með frumvarpinu sé verið að að nútímavæða RÚV til að stofnunin geti komið til móts við nýja tíma í fjölmiðlarekstri. „Það sem skiptir máli er að Ríkisútvarpið geti staðið stöndugt í þeirra samkeppni en náttúrlega fyrst og síðast staðið undir því almannaþjónustuhlutverki sem því ber skylda til að uppfylla,“ segir menntamálaráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa furðu sinni á frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið sem þeir segja slæmt fyrir lýðræðið. Verið að stofna ríkisstjórnarútvarp, segir þingmaður Samfylkingarinnar. Samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra verður Ríkisútvarpinu breytt í sameignarfélag. Ráðherra fer með eignarhlutinn en fimm manna stjórn félagsins verður kjörin á Alþingi. Vinstri - grænir segja það furðulegt að tala um sameignarfélag þar sem ekki sé verið að fjölga eigendum. Þeir telja breytingarnar varasamar því verið sé að fjarlægja stofnunina frá raunverulegum eigendum sínum: íslensku þjóðinni. Ögmundur Jónasson þingflokksformaður segir þetta slæmt fyrir lýðræðið að öllu leyti. „Hvers vegna eru þessar miklu umræður um Ríkisútvarpið núna? Það er vegna þessara tengsla við eigendur Ríkisútvarpsins - mönnum finnst stofnunin koma sér við og hafa aðkomu að því,“ segir Ögmundur. Vinstri - grænir vilja að dregið sé úr pólitískum áhrifum á þann veg að hlutfallskosning á Alþingi ráði ekki um stjórn RÚV. „En í þessu frumvarpi er engin breyting á þessu,“ segir Ögmundur og bætir við að það sé óljóst og með lausa enda. Samfylkingin gagnrýnir að meirihluti Alþingis fái meirihluta í útvarpsstjórn og bendir á að hafi markmiðið með frumvarpinu verið að draga úr pólitískum áhrifum á daglegan rekstur Ríkisútvarpsins, þá gangi það ekki upp samkvæmt þeim breytingum sem lagðar séu til. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það þurfi að stefna að öflugu, sjálfstæðu almannaútvarpi, en ekki „ríkisstjórnarútvarpi“ eins og þetta frumvarp beri allt of mikinn keim af. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að með frumvarpinu sé verið að að nútímavæða RÚV til að stofnunin geti komið til móts við nýja tíma í fjölmiðlarekstri. „Það sem skiptir máli er að Ríkisútvarpið geti staðið stöndugt í þeirra samkeppni en náttúrlega fyrst og síðast staðið undir því almannaþjónustuhlutverki sem því ber skylda til að uppfylla,“ segir menntamálaráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira