Erlent

Skjálftinn gæti komið af stað flóðbylgju

Frá hamfarasvæðunum við Indlandshaf eftir að flóðbylgja reið þar yfir á annan dag jóla í fyrra.
Frá hamfarasvæðunum við Indlandshaf eftir að flóðbylgja reið þar yfir á annan dag jóla í fyrra. MYND/AP
 

Bandaríska jarðfræðistofnunin US Geological Survey segir að skjálftinn sem mældist á Indónesíu nú síðdegis hafi orðið um 1500 kílómetra norðvestur af Jakarta. Það þýðir að skjálftinn virðist hafa orðið einhvers staðar nálægt eyjunni Súmötru þar sem stóri skjálftinn á annan dag jóla í fyrra varð. Skjálftinn er sagður hafa mælst 6,5 á Richter. Ekki er vitað á þessari stundu um tjón af völdum skjálftans. Vísindamenn sem fylgjast með skjálftum og flóðbylgjum í Kyrrahafi segja að skjálfti af þessari stærð geti hleypt af stað flóðbylgju en engar fréttir hafa borist af slíku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×