Erlent

Sakfelldur fyrir mannskæða árás

Dómstóll í Ísrael sakfelldi í dag Hamas-liða fyrir að skipuleggja sprengjuárás á hótel árið 2002 sem kostaði 30 Ísraela lífið. Árásin var sú mannskæðasta í fimm ára uppreisn Palestínumanna sem lauk fyrr á þessu ári. Abbas al-Sayed, sem fór fyrir herskáum hópi Hamas í Tulkarm á Vesturbakkanum, var einnig sakfelldur fyrir að hafa staðið á bak við sprengjuárás í verslunarmiðstöð árið 2001 en þar létu fimm manns lífið. Þá greina ísraelskir fjölmiðlar frá því að hann hafi jafnframt verið sakfelldur fyrir að þiggja tugi þúsunda dollara frá skrifstofum Hamas í Sýrlandi sem hann hafi notað til að fjármagna árásirnar. Búist er við dómi í máli Sayeds síðar á árinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×