Innlent

Efling ósátt við viðbrögð FL

Efling-stéttarfélag er ósátt við viðbrögð Félags leikskólakennara í umræðunni um kjör leikskólakennara undanfarið. Í yfirlýsingu frá Eflingu-stéttarfélagi segir að almennir starfsmenn leikskólanna haldi uppi starfsemi þeirra í ríkum mæli og ef krafta þeirra nyti ekki við væri starfsemin meira og minna lömuð. Félag leikskólakennara sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í vikunni þar sem harmað var að starfsmannamál í leikskólum skuli snúast um hversu erfitt sé að fá ófaglært fólk til starfa á meðan varla sé minnst á skort á leikskólakennurum, en rúmlega 60 prósent starfsmanna á leikskólum er án leikskólamenntunnar. Í yfirlýsingunni frá Eflingu-stéttarfélagi segir að það ástand sem menn standi frammi fyrir nú þurfi að leysa og það verði ekki gert með óraunhæfum hugmyndum eða því að tala niður til almennra starfsmanna sem leikskólarnir þurfa á að halda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×