Innlent

Neita að vinna með Bretum í Basra

Borgaryfirvöld í Basra lýstu því yfir í dag að þau myndu ekki starfa með breskum hermönnum í borginni fyrr en Bretar bæðust afsökunar og bættu fyrir innrás breska hersins í fangelsi í bænum á mánudag. Breska herliðið réðst inn í fangelsið og frelsaði tvo leyniþjónustumenn en þeir höfðu verið handteknir grunaðir um að hafa skotið tvo írakska lögreglumenn til bana. Mikil reiði greip um sig í Basra í kjölfar innrásarinnar og kom til átaka milli íbúa í borginni og breskra hermanna. Málinu virðist hins vegar ekki lokið því nú segja borgaryfirvöld í Basra að öllu samstarfi við breska herinn verði slitið þar til Bretar biðjist afsökunar á innrásinni í fangelsið, lofi því að slíkt komi ekki fyrir aftur og bæti fyrir þær skemmdir sem urðu í aðgerðunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×