Erlent

Tveir starfsmenn bankans handteknir

Á vettvangi ránsins í fyrra.
Á vettvangi ránsins í fyrra. MYND/Reuters

Tveir starfsmenn Northern-bankans á Norður-Írlandi, þar sem stórfellt rán var framið fyrir tæpu ári, voru handteknir í gær, grunaðir um aðild að ráninu. Um er að ræða karlmann og konu á þrítugsaldri. Bankaræningjarnir höfðu á brott með sér ríflega tuttugu og sex milljónir punda, eða tæplega þrjá milljarða króna, en ránið var framið í höfuðborginni Belfast skömmu fyrir jólin í fyrra. Fyrr í þessum mánuði voru nokkrir handteknir í tengslum við ránið en enginn hefur enn verið ákærður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×