Erlent

Sekur um samsæri

"Ég hef ekkert gert af mér. Ég er saklaus," sagði repúblíkaninn Tom DeLay á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í Washington í gær. DeLay þurfti að yfirgefa stöðu sína sem forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær eftir að kviðdómur í Texas úrskurðaði hann sekan um samsæri og lögbrot í fjármögnun á kosningabaráttu. DeLay gagnrýndi saksóknarann Ronnie Earle harðlega og kallaði hann meðal annars öfgamann. "Okkar verk í Texas er að ákæra þá sem gerast brotlegir um misnotkun á valdi sínu og upplýsa almenning um þess háttar mál," var svar Earles við gagnrýninni. Delay er fyrsti deildarforseti sem þarf að segja af sér í meira en hundrað ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×