Erlent

Sækja í lífsgæðin í Evrópu

Þúsund innflytjendur frá fátækum ríkjum Afríku réðust á varnargirðingu milli Spánar og Marokkós til að freista þess að öðlast betri lífsgæði í Evrópu. Á landamærum Spánar og Marokkó, á Marokkóströnd, er sex metra hjá girðing á tíu kílómetra löngum kafla. Þessa girðingu reistu Spánverjar til að halda frá ólöglegum innflytjendum frá fátækum ríkjum suðlægrar Afríku sem reyna að flýja eymdina í heimalandinu og freista þess að fá atvinnu í Evrópu. Í gær réðust fimm hundruð manns á girðinguna, reistu stiga upp við hana og klifruðu yfir. Um hundrað þeirra sluppu inn í landið. Nokkrum klukkustundum síðar reyndi annar hópur fjögur hundruð manna að komast yfir. Helming þeirra tókst það en 40 særðust í atganginum. Spánverjar hyggjast nú tvöfalda hæð girðingarinnar sem í huga margra táknar það ginnungagap sem er milli lífskjara fólks í heimsálfunum tveimur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×