Innlent

Notkun gefðlyfja eykst enn

Kostnaður Tryggingastofnunar vegna tauga- og geðlyfja jókst um 212 milljónir á síðasta ári um 357 milljónir frá árinu 2002, en það er alls 23 prósenta hækkun á tveimur árum. Lyfjaútgjöldin jukust alls um 8,1 prósent eða um 481 milljón á síðasta ári meðan notkunin jókst um 5,5 prósent. Lyfjaútgjöldin hafa alls hækkað um milljarð á tveimur árum og um þriðjungur af þeirri hækkun er vegna tauga- og geðlyfja. Kostnaður vegna tauga- og geðlyfja jókst um þrettán prósent frá síðasta ári en notkun þeirra jókst þó aðeins um fjögur prósent. Kostnaður jókst mest vegna ofvirknilyfsins Concerta sem hefur verið að leysa ritalín af hólmi, eða um 51 milljón. Aukning varð í notkun allra lyfjaflokka á árinu og er aukin lyfjanotkun fyrst og fremst rakin til þess að hlutfall eldri borgara á Íslandi hefur verið að hækka. Einnig hefur kostnaður hækkað vegna nýrra og dýrari lyfjagerða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×